Nú er það þannig að fólk hefur oft mismunandi sýn á mannleg samskipti. Gott dæmi er 'ágreiningur' milli mín og Fridda sem kemur reglulega upp um það hvort sé rétt.
Ef einn maður spyr annan hvort hann langi að koma að gera eitthvað, t.d. fara í bíó eða að borða eitthvað eða í sund, hvað sem er þarsem einn eða fleiri eru að fara að gera eitthvað, og spyrja annan hvort hann vilji vera með (án þess þó að verið sé að bjóðast til að borga fyrir viðkomandi eða veita honum aðgang að einhverju sem er lúxusvara og hann kæmist að öðru leiti ekki í, eins og t.d. að bjóða einhverjum að eyða helgi á snekkjunni sinni væri) Við erum bara að tala um spurninguna 'viltu vera með?'
Ef sá sem er spurður kemst ekki, hvort er þá rétt tilsvar. "Sorrý, ég kemst ekki." eða "Takk fyrir, en ég er upptekinn"
Þ.e.a.s. Mitt hugarfar, þegar ég býð einhverjum eitthvert, er að mig langi að hafa viðkomandi með mér, og ef hann kemst ekki, þá er það leitt fyrir mig, þarafleiðandi væri 'sorrý' mögulega viðeigandi svar frá þeim hinum sama. Friddi segir að þegar hann býður einhverjum eitthvert, þá er hann að reyna að gera vel við viðkomandi, og viðeigandi svar sé einmitt öfugt. Hann á að vera þakklátur, og koma því til skila að hann kunni að meta að verið sé að gera vel við hann, þósvo hann komist ekki.
Ég held að þetta sé bara mismunandi hugsanaháttur. Það hvarflar ekki að mér þegar ég býð einhverjum að koma með að ég sé að gera honum einhvern sérstakan greiða. Ég einfaldlega hringi í það fólk sem mig langar að hafa með. Ég geri ómeðvitað ráð fyrir að þetta virki líka öfugt, svo þegar ég er spurður segi ég stundum. "Æj, sorrí gaur, ég kemst ekki."
Þetta kemur flatt upp á vini mína, og mér er sagt að þetta sé eiginlega bara ferlega óviðeigandi svar, og að ég sé meira og minna einn um það að sjá þetta svona.
Hvað finnst lesendum um þetta?
Mér finnst ekki óeðlilegt að segja sorrí. Mér finnst reyndar að þessir tveir frasar segi nokkurn veginn það sama. Aðalatriðið er að sá sem maður er að bjóða að eyða tíma með sér sýni e-s konar ánægju með að maður hafi hugsað til hans.
ReplyDelete"Takk" eða "sorrí" lýsir þessu ágætlega. En sumir láta hálfpartinn eins og það sé pirrandi að maður sé að bjóða þeim með sér eitthvað. (eða gefa í skyn að þeirra tími sé of mikilvægur til að fást við e-a vitleysu eins og verið að reyna að fá þá út í)
Við erum nú búnir að vera að ræða þetta svolítið í matarpásunni, og sættumst ágætlega.
ReplyDeleteBasically, það að bjóða einhverjum er ekki ölmusa, en það er samt vingjarnlegt að hugsa til viðkomandi, svo það er alveg viðeigandi að þakka viðleitnina, og ég skil alveg að sorrí sé pirrandi, ef það kemur út eins og "Nei, leitt að þið fáið ekki að njóta nærveru minnar, en þið verðið bara að meika það einhvern veginn"