Tuesday, June 15, 2010

Sumargleði

Það er ekki oft sem er sumar á Íslandi, en nú er eitt af þeim skiptum runnið upp.

Þegar svo ber undir hristi ég stundum af mér slenið og fer að gera hluti, mæta á æfingar, hugsa um mataræði og svoleiðis.

Í ár verður svo alveg nýtt. Í fyrsta lagi áskotnaðist mér ágætis reiðhjól, og er því miklu mun hreyfanlegri en á meðal sumri, og í dag mæti ég á æfingu með vinahópnum mínum í svona einka-bootcamp. Félagi minn hann Davíð tók það upp hjá sjálfum sér að þjálfa okkur, en maðurinn er verkfræði- og einkaþjálfaramenntaður og í fantaformi sjálfur.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman.

Allavega um að gera að nýta veðurblíðuna, það er aldrei að vita hvað þetta sumar endist lengi, eða hvenær er von á því næsta.

No comments:

Post a Comment